Monday, November 3, 2014

Heimilið - Óskalisti


Þá sjaldan að ég vafra um á internetinu þá rek ég stundum augun í eitthvað fallegt inn á heimilið,
sumt hef ég nú látið eftir mér eeeeeeeeen, námsmaður eins og ég get kannski ekki leyft mér allt.

Óskalisti dagsins inniheldur því fallega hluti inn á heimilið í þetta skiptið.

1. Þessi yrði til þess að fullkomna dýragarðinn í sófanum hjá mér! - H&M Home-
2. Mig hefur lengi langað í Stelton hitakönnu, en ó mig auma þessi koparlitaða er to die for!! -Líf&List-
3. Það er eitthvað við þessar hillur sem ég bara get ekki staðist, 3 saman í mismunandi stærðum. -Ilva-
4. Ég held ég sé loksins búin að finna rúmföt sem mig virkilega langar í. -Ikea-
5. Anouk diskarnir frá &Klevering 4 saman með mismunandi dýrum, annars er það nú uglan sem heillar mest. -Hrím-
6. Hef aldrei verið þessi b&w týpa, en ég er með glasabakka blæti og væru þessir fín viðbót í safnið. -Hrím-
7. Ég fer nú að láta það eftir mér að kaupa Ranarp gólflampann, hef slefað yfir honum síðan ég sá hann fyrst! -Ikea-


Svo rak ég nú augun í nýjasta litaúrvalið af Jón í lit. Guð á himni!! Við erum að tala um pastel litina, ég verð, takið eftir VERÐ að eignast allavegana einn af þeim, helst í gær.
Verst að þeir verða ekki nú ekki fáanlegir fyrr en eftir 7.nóvember n.k. þannig að ég get látið mig dreyma örlítið lengur.....
Reyndar væri þetta líka alveg tilvalið í jólapakkann *blikk,blikk*

Þeir eru allir geggjaðir en þessi græni heillar mig langmest.



Þangað til næst

-RG




No comments:

Post a Comment