Thursday, November 6, 2014

Breytingar

Síðustu daga höfum við aðeins verið að breyta hérna heima, 
snérum stofunni, færðum borðstofuborðið ooog svo fór ég náttúrulega í smá verslunarleiðangur!
Ég held ég verði nú að viðurkenna það loksins að ég er Shopaholic, sjæse... 
Það er bara svo hrikalega gaman að versla fallega
 hluti inn á heimilið (svona á meðan það er enn pláss)

Sjónvarpið var á gráa veggnum og sófinn beint á móti,
 get svarið það að eftir þessar breytingar er íbúðin miklu stærri!
Ég hef verið að leita lengi af rétta sjónvarpsskenkum og ekkert fundið sem að passar hérna inn, 
jú kannski fundið einn eða tvo og þá hafa þeir kostað bæði nýrun og hluta af lifrinni, þannig að þessi hirsla verður að duga örlítið lengur. Mér til mikillar gleði!
Við erum líka að kljást við rafmagnsvesen, s.s. tenglarnir á gráa veggnum virka ekki og þessvegna þurfum við að vera með snúrur meðfram sófanum, en ég meina hver elskar ekki snúrur!?

Ranarp lampinn er minn!!!!
Lét loksins verða að því að kaupa lampann, en eins og ég talaði um í síðasta bloggi þá hef ég labbað í gegnum Ikea með sleftauminn svoleiðis niðrum mig alla, en nú ætti ég að koma út úr búðinni í þurrum fötum.
Mér fannst vanta eitthvað þarna fyrir framan lampann og var ég því farin að leita af hliðarborðum, en nei þau sem mér leyst á kostuðu handlegg ef ekki tvo, þannig að ég tók málin bara í mínar hendur.
Ég hafði lengi haft augastað á þessari körfu en ekki fundið nein not fyrir hana fyrr en nú, en hana keypti ég í Söstrene Grene á rúmar 4000,- 
Við áttum svo pizzadisk úr Ikea, eða snúningsdisk eins og hann nú heitir og ákvað ég að smella honum þarna ofan í, hann hefði alveg mátt passa akkúrat efst í körfuna en mér finnst þetta bara krúttlegt. Þetta er allavegana orðið mitt uppáhalds horn í íbúðinni.

Hann er bara svo fallegur!

Þangað til næst

-RG







No comments:

Post a Comment