Monday, June 25, 2012

Sumarfrí

Já þá fer senn að líða að sumarfríi hjá gömlu og verður því fríi ekki eytt í leti, ó nei!

Þannig er mál með vexti að ég hef ákveðið að fara hringinn, alein með myndavélina og taka minn tíma í þetta.

Ég er búin að ákveða svona helstu staði sem ég ætla að stoppa á en svo kemur það nú bara í ljós hvort ég standi við eitthvað af því, kannski verður þetta hundleiðinlegt og ég bruna bara strax "heim" á Vopnafjörð, aldrei að vita!

En eins og áætlunin lítur út í dag þá mun suður leiðin taka mig 6 daga (komin á Vopna á sjötta degi semsagt).

Framhaldið er óákveðið, reiknan nú með því að stoppa eitthvað heima og jafnvel bruna yfir á Borgarfjörð á Bræðsluna, kemur í ljós, kemur í ljós...

Svo eru staðirnir ekki alveg komnir á hreint á norðurleiðinni tilbaka, reikna nú með því að kíkka á Húsavík og Sauðakrók restin er óráðin.

Ég hef ákveðið að fjárfesta í eins og einum pung fyrir ferðina sem mun gera mér kleift að blogga og setja inn myndir (eitthvað verð ég nú líka að hafa að gera þegar ég hef komið mér fyrir í tjaldinu á kvöldin).

Þannig að stay tuned kæru vinir því ferðalagið hefst 12 júlí nk. og mun ég þá leyfa ykkur að fylgjast með ;)



Þangað til næst

-RG


3 comments:

  1. Þetta er þrælfínt plan sýnist mér, skemmtu þér sem best:)

    ReplyDelete
  2. Geggjað ég strax orðin spennt.. þú verður að fara heim á Hvammstanga og helst taka hringinn á Vatsnesinu því þar er sko hægt að mynda.. Djöfull lýst mér á þig.

    ReplyDelete
  3. Já endilega að koma með svona staði, set þetta klárlega í bókina Takk takk ;)

    ReplyDelete