Thursday, October 30, 2014

Vetrarfrí

Var í hálfgerðu vetrarfríi í skólanum um daginn og ákvað að skella mér heim í fjörðinn fagra, alveg nauðsynlegt að kúpla sig út úr borgarlífinu annað slagið, eða dusta af sér borgarrykið eins og amma sagði það.
Ég gisti eina nótt hjá pabba áður en ég fór svo austur, ekki leiðinlegt að fá loksins að hitta kallinn aðeins, en hann tók vel á móti prinsessunni með uppáhalds kjúllaréttinum og öl ! 

Það var heldur ekki leiðinlegt að komast í ömmu og afa hús, en þar var sko heldur betur dekrað við mann, eins og alltaf reyndar. Kjötsúpa, læri, steiktur fiskur, pönnsur og tebollur. Afhverju bragðast alltaf allt miklu betur hjá ömmu?!

Ég gerði nú ekki mikið á meðan ég stoppaði annað en að éta og heimsækja fólkið mitt. Reyndar vildi svo skemmtilega til að það var ball á laugardeginum og lét maður sig sko ekki vanta þar, enda var dansað þangað til að manni var sópað út með ruslinu.

Á sunnudeginum bauð afi mér svo á sveitarúnt upp í Tungu, en þar eiga þau gömlu lítið hús og ákváðum við að kíkja aðeins á það áður en það snjóaði mikið meira. 
Við fengum æðislegt veður þennan dag og tók ég alveg slatta af myndum, til þess fórum við víst þessa ferð að afa sögn.

Jæja restin af ferðinni fór í afslöppun og meira át, svo var ræs kl. 7 á þriðjudagsmorgun og klukkan 8 hófst 11 tíma ferðalag mitt aftur suður í borgina.

Ég stoppaði reyndar aðeins á Akureyri og kíkti á pabba gamla og skoðaði Hof, en þangað hafði ég aldrei komið áður. 
    Þegar því var lokið brunuðum við Helga suður á leið.

Tungan mín fagra!

Vetrarsól
Á leið okkar suður ákváðum við að taka að okkur
verk vegagerðarinnar ogskafa kantana og enduðum útaf.
Enginn slasaðist við þessa tilraun okkar og Rauðka litla lifði þetta af!



Þangað til næst
-RG

No comments:

Post a Comment