Thursday, July 26, 2012

Myndatökur og leti

Sælaaar! Manneskjan sem ætlaði að blogga allt sitt sumarfrí mætt aftur eftir rúmlega viku pásu.

Ástæðan fyrir þessu bloggleysi er aðallega leti, já og kannski smá gleymska (eftilvill).
En ég ætla nú að segja ykkur aðeins frá því sem á daga mína hafa drifið síðan síðast.

Ég endaði síðast í Skaftafelli, þar sem að maðurinn í móttökunni horfði á mig ábyggilega í 2 mínútur eftir að ég tjáði honum það að ég ætlaði að gista þarna ein í eina nótt... Hann um það!

Eftir að hafa náð augum mannsins af mér og fengið að borga þá lá leið mín á tjaldstæðið þar sem að allt var fullt af túristum, og ekkert laust í skjóli þannig að ég fór og lagði litla bílnum mínum ágætlega þétt uppvið eitthvern húsbíl og tjaldaði þar á milli, það hefur nú ekki tekið nema 1 og hálfann að tjalda tjaldinu þar sem að það var svona ca. 1 cm af grasi og fyrir neðan það bara grjót!

Þarna lá ég á fjórum fótum með stein í hendinni að reyna að koma hælunum eitthvað niður í jörðina á meðan tugir ferðamanna löbbuðu framhjá og gláptu á mig, bauðst einhver til að hjálpa mér? Neihh ofcourse not!

Einhvern veginn náði ég nú að koma hælunum niður og eða beygja þá svo ekki myndi fjúka ofan af mér, kom mér makindalega fyrir með tölvuna og skellti pungnum í... EKKERT netsamband! 
Jæja það þýddi nú lítið að væla og þar sem ég er nú með tölvuna fulla af þáttum (já og bjór í bílnum) þá opnaði ég mér nú bara einn bauk og horfði á Pretty Little Liars á meðan ég fauk til og frá í tjaldinu, s.s. voða lítið skjól að fá af litla Aygonum mínum.

Jæja, morgunin eftir var ég afskaplega fljót að henda tjaldinu í bílinn og bruna af stað, öll skökk horfði ég á gönguleiðina að Svartafossi og hugsaði: Æji ég hlýt nú að koma hingað einhvertíma seinna, og þar með var ég farin.

Næsti viðkomustaður var Jökulsárlón, þar var nú myndað í dágóðan tíma og dáðst af náttúrufegurðinni, já og svo haldið áfram.

Á þessum tímapunkti var ég eiginlega búin að ákveða að keyra bara alla leið "heim" á Vopnafjörð, var orðin öll stirð og já eiginlega bara búin að sjá allt sem mig langaði til að sjá. Tók einhverjar myndir af eyðibýlum á leiðinni og kíkti við hjá ömmu minni og afa sem voru í húsbílaferð rétt fyrir ofan Breiðdalsvík, þar fékk maður náttúrulega heitt kókó og meððí! 

Og áfram hélt ég, stoppaði í Hallormstað og hitti þar frænda minn, frú og börn, stoppaði aðeins í kaffi hjá þeim og brunaði svo áfram þar sem að mín beið ein góð vinkona og opinn bar.

Síðustu dagar hafa svo bara farið í það að njóta þess að vera í firðinum fagra, fara í kvöldgöngur og rúnta svo fékk ég tvær góðvinkonur með mér í myndatöku og skellti mér svo á LungA s.l laugardag, mígandi rigning allan tímann en útitónleikar með Retro Stefson fengu mann nú alveg til þess að gleyma því.


Á morgun (fimmtudag) eru svo tónleikar hérna með hljómsveitinni Brother Grass og bíð ég öll spennt eftir þeim, ætla svo að kíkja á Borgarfjörð á Bræðsluna um helgina, ætli maður fari svo ekki að halda eitthvað áfram norður eftir helgi.

Jæja, langt blogg senn á enda, kannski maður fari nú að kíkja á restina af Pretty Little Liars (er farin að spara þættina)

Þangað til næst

-RG

1 comment:

  1. Ég kalla þig góða að gefast ekki bara upp,ég held að ég hefði ekki meikað þetta,kanski í næsta lífi.En það er mjög gaman að skoða myndirnar þínar,þær eru listrænar!!Góða ferð og gangi þér vel restina.kv.Inga Árna.

    ReplyDelete