Friday, July 13, 2012

Skyggni ömurlegt!

Jæja góðir hálsar haldiði að netið hafi ekki fylgt frítt með Pulsunni hér á Kirkjubæjarklaustri, ég legg ekki meira á ykkur.

Já eins og flestir vita þá lagði ég af stað í gær og byrjaði ferðin á Þingvallavatni, þar stoppaði ég nú stutta stund en tók nú fáeinar myndir.

Eftir að ég hafði gleypt 360 míflugur og hlegið af fáeinum túristum þá ákvað ég að halda áfram og lá þá leið mín í Þjórsárdalinn stoppaði ég einnig í millisekúndu í Skálholti og smellti mynd af kirkjunni.

Ég var komin í Þjórsárdalinn uppúr 6 og fór beint í það að tjalda og tók það nú ekki svo langann tíma, skellti svo prímusnum upp og fékk mér núðlur og kaffi í eftirrétt :D

Eftir að hafa staðið í þessu öllu saman þá var ég nú farin að finna fyrir örlítilli þreytu og ætlaði þá að skella mér í háttinn, horfði aðeins á Pretty Little Liars, laggði kapal, hlustaði á tónlist, já og 9 tímum síðar þá sofnaði ég loksins og svaf í 5 tíma, ekki amalegt!

Það skipti ekki máli hvað ég gerði ekki tókst mér að festa svefn, eeen það verður mjög líklega auðveldara í kvöld.

Vaknaði kl. 10 í morgun við subbulega frekann krakka, jesús minn.. En það var fínt, ætlaði ekki að leggja mikið seinna af stað en uppúr hádegi, og það stóðst, ég skellti í hafragraut og morgunkaffi og fór svo í það að taka saman, ótrúlegt en satt þá tók þetta allt saman einungis rúmann klukkutíma!
Ég læt það nú vera.

Skellti svo í 5 gír og brönaði af stað, Hella, Hvolsvöllur, Landeyjarhöfn, Seljalandsfoss, Seljavallalaug, Skógarfoss, Vík og nú Kirkjubæjarklaustur.

Ég hef engar myndir tekið eftir Skógarfoss þar sem að skyggnið er búið að vera glatað, agalegt öskufjúk.

Þegar ég hef náð að hlaða tölvuna nóg þá verður brunað að Skaftafelli þar sem það verður tjaldað á met tíma skellt í sig eins og einum jaaa jafnvel tveimur ölum og svo í háttinn. Ég SKAL sofna í kvöld!

Ef svo að sambandið verður gott þar þá get ég eftilvill hent inn nokkrum myndum, kunni bara ekki við það að sitja inn á sjoppu með allar snúrurnar og eitthvað vesen :)

Jæja ætla að reyna að ná geitungnum af pulsunni minni.

Þangað til næst.

-RG

3 comments:

  1. Þú ert ótrúlega dugleg og þorin Ragna mín,ég hefði ekki lagt í þetta þegar ég var á þínum aldri.Gangi þér vel og farðu varlega!

    ReplyDelete
  2. Snillllld! Knus og kossar sjaumst i næstu viku:)))

    ReplyDelete