Wednesday, November 26, 2014

Jóla jóla!!

Ég vil byrja á að afsaka blogglægðina sem hefur verið yfir Glacierselinu síðustu vikur, afskaplega löt og hugmyndasnauð eitthvað! 

En jæja, nú fer senn að líða að jólum og get ég svo svarið það að ég hef aldrei verið eins spennt ! 
Aðeins tvær vikur eftir af skólanum og eftir aðeins 17 daga mun ég setjast upp í flugvél og þar með kveðja borgina fram yfir áramót ! 

Jii hvað það verður gott að komast í sveitina, ætla reyndar að byrja á því að fara til Akureyrar og eyða smá tíma með pabba sín. En svo ætla ég að eyða jólunum aftur á Vopnafirði og reddaði ég mér örlítilli vinnu heima svona til þess að klepra ekki í öllu þessu fríi!!

Ég er aðeins byrjuð að jólast hérna heima, búin að gera aðventukrans, pakka inn nokkrum jólagjöfum og skrifa á fáein jólakort. Nú get ég ekki beðið eftir því að kveikja á fyrsta kerti kransins setja Frostrósir í kvínandi botn og baka fáeinar jólakökur. Elska þennan tíma, dimmt úti, kertaljós og jólalög allt svo dásamlega kósý! 

Reyndar var þetta fyrsti dagurinn sem ég fékk svona algjörann jólafíling enda orðið kalt úti og pínu föl yfir öllu, það setur algjörlega punktinn yfir i-ið. 

Aðeins að aðventukransinum, ég fór í Ikea þegar að jóladótið var svona aðeins farið að birtast og sá ég þá hvíta stjörnudiska sem mér fannst ég verða að eignast og keypti mér fjögur stykki með aðventukransinn í huga.
Fann svo kerti síðan í fyrra og fór þá í smá google leiðangur og fann 3 myndir sem mig langaði að nota. Fjórða kertið var svo agalega lítið og þolinmæðin mín ekki sú mesta þannig að ég ákvað að á auðveldast yrði bara að skrifa Jól og prenta út fyrir það kerti.

Raðaði svo kanilstöngum og könglum sem ég fékk einnig í Ikea á víð og dreif.

Ég er bara bísna ánægð með útkomuna og gæti ég trúað að ég komi til með að nota þessi kerti allavegana næstu jól, þar sem ég kem nú ekki til með að kveikja á nema tveimur þessi jólin.
Þangað til næst

-RG







No comments:

Post a Comment