Saturday, October 18, 2014

Baðherbergið


Eins og á öðru hvoru heimili á Íslandi er baðherbergið hjá okkur frekar lítið
og eins og flestir aðrir kvenmenn þá á ég slatta af make-up dóti og hefur mig skort pláss 
undir það alltsaman.

Ég fór í Ikea í dag og keypti blómapott til þess að nota undir burstana mína, setti skrautsand í botninn og tróð svo burstunum ofan í.

Litlu glösin fékk ég í Ikea fyrir löngu og nota ég þau
undir bómul og eyrnapinna.


Málaði lok á sultukrukkum m/koparmálningu
og nota undir teygjur og spennur

Fyrir löngu síðan keypti ég nashyrningasnaga í Tiger.
Ég málaði þá svo líka m/koparmálningunni og 
lét betri helminginn skella þeim upp á baði undir hálsmen og hárbönd.

Ég er að fýla þá í tætlur þessa!

Nú þarf ég bara að finna einhverja ekki mjög svo plássfreka lausn undir
 alla augnskuggana, en þeir eru nokkrir til á þessu heimili!


Fyrst að verkfærin voru nú komin upp þá fengu stjörnumerkjaplattarnir okkar
frá Multi by Multi loksins að fara upp á vegg.
Mig var lengi búið að langa í svona platta og gerðist svo lúmsk og lét múttu gefa Baldvin
ljónið í afmælisgjöf í ágúst sl.
Ég átti svo afmæli í september og var vinkonuhópurinn svo æðislegur að gefa mér
meyjuna og það karrýgula! Finnst hún æði.

Finnst þeir assgoti huggulegir saman þessir!


Þangað til næst

-RG










No comments:

Post a Comment