Monday, October 6, 2014

Morgunstund

Það er svo undursamlegt að eiga smá tíma á morgnanna áður en maður þarf 
að drattast af stað út í haustið og beinustu leið í skólann.

Morgunmatur er eitthvað sem ég hef átt mjög erfitt með að temja mér, 
það er kannski af því að ég er svoddan B manneskja, elska að sofa bara aaaðeins lengur 
og hef því hingað til þurft að hlaupa út á síðustu stundu til þess að hanga í umferðinni og blóta öllum
þeim sem eru fyrir mér á leið minni í skólann!

Ég er aðeins að komast upp á lagið með það að gefa mér örlítið meiri tíma á morgnanna og brasa mér morgunmat, setjast svo niður og ráfa á netinu, dunda mér svo við að hafa mig til.
Maður er svo miklu hressari fyrir vikið !

Þessi morgunmatur er orðinn mitt uppáhald núna og er maður
 enga stund að hrista hann fram úr erminni.

Ég byrja á því að sjóða mér örlítinn hafragraut, þegar hann er ready
set ég hann í þar til gert ílát sem ég hef kosið mér að nota
strái yfir hann örlitlum chia fræjum, frosnum bláberjum og jarðaberjum.
Þurrkuð goji og kókosmjöl þar næst og svo er ekki verra að hella örlitlu vanillu sírópi yfir,
viiiitaskuld sykurlausu!



Ég reyni svo að eiga alltaf harðsoðin egg í ísskápnum á morgnanna og ekki skemmir að eiga nýkreistann og svalandi appelsínusafa.

Þangað til næst
- RG



No comments:

Post a Comment