Tuesday, September 30, 2014

Svitaperlur á enni...

...og klettur í maga!

Ég hélt minn fyrsta fyrirlestur í gær sem er nú kannski ekki frásögufærandi
nema það að mér fannst ég náttúrulega ekki vera nógu vel undirbúin og
fannst ég ekki hafa hugmynd um það sem ég var að fara að segja.

Sunnudagskvöldið fór í það að undirbúa, skrifa glósur og lesa yfir glærurnar.

 Ég átti þennan bjór skilið!

Mánudagsmorguninn byrjaði svo bara ósköp venjulega, mætti í skólann klukkan 
átta og vann þar á fullu.
Það var svo þegar að klukkan var farin að nálgast 11 óþægilega að ég byrjaði að ofanda, 
klettur byrjaði að myndast í maganum og svitaperlurnar læddust fram á ennið.

Ég hugsaði bara með mér að það þyrfti að bera mig út á sjúkrabörum með þessu áframhaldi, 
því jú fyrirlesturinn átti ekki að byrja fyrr en 12:30 og það bara rétt hjá skólanum, 
ég reyndi að telja sjálfri mér trú um að þetta yrði ekkert mál.

Rétt fyrir 12 stend ég upp og kveð kennarann í hinnsta sinn (að ég hélt)
Þurfti að gjöra svo vel og vaða út í bíl því rigningin var búin að vera slík að 
mér hefði ekkert brugðið þó það hefðu einhver sjávardýr farið að birtast á bílastæðinu.

Ég kemst á leiðarenda þrátt fyrir mikinn skjálfta bæði í höndum og fótum (verulega slæmt þegar þú ert á beinskiptum).

Sit í dágóða stund fyrir utan og reyni að telja sjálfri mér trú um að ég geti þetta alveg.
Það lægði í 30sek og ég hljóp út úr bílnum og inn á áfangastaðinn alveg með hjartað í buxunum.

Þar var tekið svo vel á móti mér að ég bara slakaði á med det samme og rumpaði fyrirlestrinum af 
og uppskar svo klapp og mikið hrós þegar ég hafði lokið mér af.


Æji það er bara svo skemmtilegt að vera með smá drama á mánudagsmorgnum!

 Búin að stilla mér upp
Já það er þetta með rigninguna og hárið á mér!

Þangað til næst

-RG

No comments:

Post a Comment