Thursday, December 4, 2014

Komdu jólafrí!!

Það er svolítið síðan að ég fór í jólafrí í huganum og náði það hámarki í dag þegar ég vaknaði og sá allan þennan snjó úti í morgun!
Jóló í Glacierselinu !

Hef sjaldan eða aldrei verið jafn utan við mig og í morgun, jesús minn! Ég hafði alveg góðan tíma þar sem að skólinn byrjaði ekki fyrr en klukkan 13:00 því veit ég ekki hvað gekk eiginlega á.

Ég held ég hafi náð að gera svona 6 hluti í einu ég sver það, á meðan ég var að fara yfir nýjustu færslurnar á facebook hellti ég mér AB mjólk í skal og byrjaði að borða hana, já og marinera sjálfa mig upp úr henni, á meðan á þessu stóð varð mér svo kalt á fótunum að ég hljóp inn í herbergi með skeiðina upp í mér og klæddi mig í ullasokka! Athyglisbrestur much??

Jæja eftir að hafa sleikt morgunmatinn af bolnum og andlitinu, farið í ullasokka og skoðað facebook þá ákvað ég að tannbursta mig, tók ég þá eftir því hversu svakalega smart ég var og varð ég að festa það á filmu (símann) jæja með símann á lofti og tannburstan í munnvikinu fer ég að finna til föt fyrir daginn, jáhh og afþví ég var nú komin með þau í hendurnar hví ekki þá bara að klæða sig!?

Jújú þetta voru nú öll ósköpin, reyndar í síðbrók og svo sést ekki AB-mjólkur slettan :/
Til allrar guðs lukku er ég nú enn með allar tennurnar upp í mér! Ekki hafði ég nefnilega fyrir því að klára að tannbursta mig áður en ég klæddi mig í bolinn.

Komin í fötin og hræki því sem eftir er af tannkreminu í vaskinn, klæði mig í útiföt, og er nú í svolítinn tíma að finna til hvað passar og svona, þarf alltaf að máta öll fötin áður en ég kemst að niðurstöðu! Maskara mig á meðan, helli upp á kaffi og skoða snapchöttinn.



TILBÚIN!!!

Nei hvur djöö..... Klukkan er ekki nema hálf tólf!

Úr útifötunum og halda áfram að skoða facebook í allavegana hálftíma í viðbót!


Hefði alveg verið til í að hafa myndavélar á upptöku þennan morguninn, enn að sama skapi er ég mjög þakklát fyrir að hafa bara verið ein heima!

Hey! Var að læra, alveg rétt!
Staðalbúnaður í verkefnaskilum.
Þangað til næst

-RG

No comments:

Post a Comment